Biðin og Beyoncé

 

Beðið eftir tónleikum í 20 stiga hita. Á sama tíma bárust fregnir af snjókomu á Íslandi.

Beðið eftir tónleikum í 20 stiga hita. Á sama tíma bárust fregnir af snjókomu á Íslandi.

Jæja. Nú hefur París heldur betur kynnt okkur fyrir dásemdum lífsins. Hér tók á móti okkur 20 stiga hiti, stingandi sól og umvefjandi hlýja.

Við biðum eftir tónleikunum í almenningsgarði þar sem við dreyptum á víni og nörtuðum í baguette. Þar sem okkur hafði verið sendur leynilinkur á netinu fyrir VIP miða þurftum við ekki að bíða í röð ólíkt þeim tugþúsundum tónlistargesta sem höfðu tjaldað til að komast sem fyrst inn. Við lágum þess í stað í sólinni, spókuðum okkur og svo þegar tími var til að kíkja á dívuna gengum við fram fyrir röðina og beint inn. Það voru alveg nokkur ill augnaráð sem mættu okkur á leiðinni.

Hamingjusamar vínkonur á tónleikum í París

Hamingjusamar vínkonur

En sjálfir tónleikarnir voru snilld! Við skemmtum okkur konunglega, sungum með hverju lagi, vorum næstum lamdar fyrir dansæði og felldum tár í faðmlögum yfir Halo. Allt eins og það á að vera.

Við gengum út af tónleikunum miklu ánægðari en við höfðum gert okkur vonir um. Það er alltaf góð tilfinning þegar lífið kemur skemmtilega á óvart.

Hér er svo með vídjó með lokalagi tónleikanna. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrstu tónar Whitney Houston smellara hófust. Það var þó ekkert í samanburði við lætin þegar lagið breyttist í HALO.

NJÓTIÐ

Leave a comment