Lífshlaup

Söngkonan Beyoncé með eiginmanni sínum rapparanum Jay Z

Beyoncé ásamt eiginmanni sínum rapparanum Jay Z

Beyoncé Giselle Knowles-Carter, betur þekkt sem Beyoncé, fæddist 4.september 1981 í Houston Texas. Beyoncé er bandarísk söngkona sem hefur átt hvert topplagið á fætur öðru undanfarin ár.

Hún skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni Destiny’s Child en eftir að hljómsveitin hætti hefur Beyoncé átt farsælan feril sem söngkona og ítrekað vermt toppsæti vinsældarlista um allan heim. Hún er gift rapparanum Jay Z og saman eiga þau dótturin Blue Ivy Carter sem fæddist árið 2012.

Destiny’s Child

Beyoncé byrjaði á unga aldri að taka þátt í dans-og söngvakeppnum og átti sviðslistin hug hennar allan. Þegar að Beyoncé var átta ára stofnuðu hún og Kelly Rowland, æskuvinkona hennar, ásamt þremur öðrum stúlkum hljómsveitina Girl’s Tyme þar sem þær bæði röppuðu, sungu og dönsuðu. Stúlkurnar tóku þátt í Star Search, stærstu hæfileikakeppni í bandarísku sjónvarpi á þeim tíma. Þrátt fyrir að tapa keppninni varð þátturinn stökkpallur fyrir hljómsveitina og faðir Beyoncé sagði upp starfi sínu til þess að gerast umboðsmaður sveitarinnar.

Næstu árin urðu miklar breytingar á sveitinni, söngkonum fækkaði í fjórar, þær tóku upp nafnið Destinys’s Child og fengu samning við Columbia Records. Árið 2008 gáfu þær svo út sína fyrstu smáskífu ,,No, no, no”.

Framhlíð plötunnar No No No með söngkonunum fjórar í sveitinni Beyoncé, Kelly, La Tavia Robertson og Le Toya Luckett

Þegar að Destiny’s Child gáfu út plötuna “No No No” voru söngkonurnar fjórar. Þær La Tavia Robertson og Le Toya Luckett hættu vegna ósættis.

Fyrsta breiðskífa hljósveitarinnar, Destinys’ Child,  kom sveitinni á kortið en það var svo önnur plata sveitarinnar ,,The Writing’s on the Wall” sem sló rækilega í gegn. Platan kom út árið 1999 og innihélt marga af stærstu slögurum sveitarinnar, til dæmis Jumpin Jumpin, Say My Name og Bills, Bills, Bills. Say my Name var valið Besta R&B lagið á Grammy verðlaununum það árið og platan seldist í rúmum átta milljónum eintaka.

Á sama tíma skapaðist mikil óánægja innan hljómsveitarinnar með umboðsstörf föður Beyoncé sem leiddi til þess að þær La Tavia Robertson og Le Toya Luckett hættu í hljómsveitinni. Margir kenndu Beyoncé um klofninginn, meðal annars á fréttamiðlum, bloggum og í almennri umræðu. Á sama tíma yfirgaf kærasti hennar hana eftir margra ára samband. Hún varð þunglynd í kjölfar þessa áfalla og um tíma var depurðin svo mikil að hún yfirgaf varla herbergi sitt svo dögum skipti og neitaði að borða. Þetta ástand varði í tvö ár. Seinna sagði Beyoncé að hún hefði ekki getað tjáð sig um þunglyndið því sveitin var nýbúin að vinna Grammy verðlaun og naut mikilla vinsælda. Henni fannst því eins og engin myndi taka þunglyndið alvarlega. 

Michelle Williams, Beyoncé Knowles og Kelly Rowland í myndbandinu við lagið Survivor sem kom út á samnefndri plötu.

Michelle Williams gekk til liðs við þær Kelly og Beyoncé á Survivor plötunni. Mynband lagsins vakti mikla athygli.

Þegar þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar kom út árið 2001 voru einungis þær Beyoncé og Kelly Rowland eftir af upprunalega bandinu en Michelle Williams hafði gengið til liðs við sveitina árinu áður. Breiðskífan ,,Survivor” seldist í 663.000 eintökum strax fyrstu vikuna og titillag plötunnar hlaut Grammy verðlaun.

Þarna var komið að tímamótum hjá stúlkunum þremur og þær ákváðu að setja sveitina í pásu svo þær gætu einbeitt sér að sólóferlum sínum.

Sólóferill

Beyoncé á sviði og þá er mikið um að vera. Bæði söngur dansur og show.

Tónleikar með Beyoncé eru mikið show með dansatriðum, söng og óvæntum uppákomum

Það leið ekki á löngu þar til Beyoncé sendi frá sér sína fyrstu plötu “Dangerously in Love”. Platan var ein sú vinsælasta árið 2003 og Beyoncé hlaut fimm Grammy verðlaun. Tveimur árum síðar var Destiny’s Child formlega lögð niður og 2006 gaf Beyoncé út sína aðra sólóplötu ,,B’day”.

Það var þó þriðja plata hennar ,,I Am… Sasha Fierce” sem festi Beyoncé í sessi sem eina helstu söngkonu okkar tíma. Beyoncé vann sex Grammys árið 2010 fyrir plötuna og hefur engin söngkona hlotið jafn mörg Grammy verðlaun á einu kvöld. Fjórða plata hennar kom svo út árið 2011. Beyoncé hefur einnig látið til sín taka á öðrum sviðum en tónlist. Hún hefur leikið í fjölda bíómynda, gefið út eigin fatalínu og búið til eigin ilmvötn.

Verðlaun

Beyoncé heldur á öllum 6 Grammy verðlaununum sem hún fékk árið 2010.

Beyoncé hlaut 6 Grammy verðlaun árið 2010 fyrir plötuna I am… Sacha Fierce og hefur engin söngkona unnið jafn mörg verðlaun á einu kvöldi.

Beyoncé hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars 17 Grammy verðlaun og 12 verðlaun á MTV tónlistarhátíðinni. Hún hefur selt yfir 13 milljón eintök af sólóplötum sínum  innan Bandaríkjanna og 118 milljón plötur um heim allan.

Þetta gerir hana að einum mesta selda tónlistarmanni allra tíma. Hún hefur verið tilnefnd áhrifamesta söngkona áratugarins af Billboard og var á sama lista í fjórða sæti yfir áhrifamestu tónlistarmenn aldarinnar. Árið 2010 var hún í efsta sæti Forbes listans yfir ,,100 áhrifamestu tónlistarmenn heims”.

Leave a comment